Sunnudagaskólinn og stólaburður
Mikið starf þarf að vinna í kirkjulausum söfnuði við að breyta sölunum í Ingunnarskóla og Þórðarsveigi 3 í guðsþjónustuhús á hverjum sunnudegi. Átt þú fúsa hönd við frágang á stólum einhvern sunnudaginn? […]
Mikið starf þarf að vinna í kirkjulausum söfnuði við að breyta sölunum í Ingunnarskóla og Þórðarsveigi 3 í guðsþjónustuhús á hverjum sunnudegi. Átt þú fúsa hönd við frágang á stólum einhvern sunnudaginn? […]
Æfingar Kirkjukórs Grafarholtssóknar, undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista, eru nú að hefjast aftur eftir jólafrí. Fleiri söngvarar óskast í allar raddir. Æft er á þriðjudagskvöldum. […]
Á sunnudaginn, 20. janúar, verður sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11 og messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Kór frá leikskólanum Maríuborg syngur í sunnudagaskólanum. […]
Í prédikun sinni á þrettándanum velti sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, fyrir sér „hvar?“-spurningum Heródesar og vitringanna, sem leituðu Jesúbarnsins. Prédikunina má nú lesa á trúmálavef Þjóðkirkjunnar. […]
Níels Árni Lund sóknarnefndarformaður horfir fram á veginn og minnir á það í nýárspistli sínum, að hvað sem árið ber í skauti sér, er það kirkjubyggingin sem verður hjá Grafarholtssókn hið stóra og mikla verkefni [...]
Vel heppnað jólahlaðborð var haldið í salnum í Þórðarsveigi 3 í desember, og má nú skoða myndir frá því hér á vefnum. […]
Barnakór kirkjunnar tekur aftur til starfa miðvikudaginn 16. janúar 2008 og má nálgast skráningareyðublað hér á heimasíðunni. […]
Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og kórstjóri tók nú um áramótin við stjórn Barnakórs Grafarholtssóknar og Hlín Stefánsdóttir hóf störf í Litlum lærisveinum, en ráðningu djákna hefur verið frestað. […]
Barnastarf Grafarholtssóknar er nú að hefjast aftur eftir jólahlé. Sunnudagaskólinn hófst 6. janúar, Litlir lærisveinar hittast aftur 8. janúar og krakkar í KFUM og KFUK 10. janúar. […]
Næsta sunnudag, 13. janúar, verður fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Harmonikkusveit undir stjórn Guðmundar Samúelssonar spilar og fimm ára börn í sókninni eru sérstaklega boðuð til kirkju til að fá bók að gjöf. [...]