Hver sá eða sú sem skráður er í Þjóðkirkjuna og flyst í Grafarholt og Úlfarsárdal verður sjálfkrafa hluti af Grafarholtssöfnuði. Ef þú ert í öðru trúfélagi eða stendur utan trúfélaga og vilt ganga í söfnuðinn eru eyðublöð hjá Þjóðskrá sem þarf að fylla út.

Hægt er að fylla eyðublaðið út á netinu, prenta síðan út og undirrita og senda Hagstofu eða sóknarprestinum Guðríðarkirkju, Kirkjustétt  sem tekur slíkum póstum fagnandi og ykkur líka. Vinsamlegast athugið að ef forráðamenn barns eru tveir þurfa báðir að undirrita eyðublaðið. Ef þú ert í vafa um hvort þú sért skráð/ur í Þjóðkirkjuna er best að spyrja prestinn í síma 577 7770.