Félagsstarf fullorðinna 18plús og eldri borgara er í kirkjunni þrjá miðvikudaga í mánuði byrjar samveran kl: 12:00.  Stundirnar hefjast með helgistund í kirkjunni og ávallt er hægt að koma fyrirbænaefnum til prestanna. Prestarnir sr.Leifur Ragnar Jónsson og sr. María Rut Baldurdóttir ásamt  Lovísu Guðmundsdóttur kirkjuverði sjá um starfið. Matur og kaffi kostar að jafnaði 1300kr.

Starfið er fyrir alla sem eru heima á daginn og vilja taka þátt í félagsstarfi. Ýmis fræðsla og fróðleikur. Svo er farið í ferðir. Félagsstarfið er með sér facebook hóp þar sem hægt er að sjá dagskránna.

Sækja um aðgang hér í facebook hópnum.

Nánari upplýsingar hjá Lovísu á netfanginu kirkjuvordur@grafarholt.is eða í  síma 577-7770.