Til þess að fá prest í Guðríðarkirkju til að skíra er best að hringja í síma 577 7770, bóka skírn og panta skírnarviðtal. Einnig er hægt að skrifa henni tölvupóst á sigridur.gudmarsdottir@kirkjan.is.  Presturinn fræðir ykkur um skírnina, upplýsir um það hvernig hún fer fram og leitast við að svara þeim spurningum sem ykkur liggja á hjarta.  Báðir foreldrar eða forsjáraðilar barns eiga að koma í skírnarviðtalið. Þau gögn sem foreldrar þurfa að koma með í viðtalið eða hafa sent á undan sér með tölvupósti eru þessi:

  • Tilkynningin um skírnina sem foreldrarnir hafa fyllt út á netinu, sjá hér .
  • Tilkynningar um breytta trúfélagsaðild ef barnið er ekki þegar skráð í Þjóðkirkjuna, og hafi foreldrarnir ekki þegar sent gögnin með netskilum til Hagstofu, sjá hér .