Hægt er að panta viðtal hjá sóknarpresti og ræða um sérhvað hvaðeina sem þér liggur á hjarta. Á prestum er trúnaðarskylda.

Kirkjan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 10-16 og þá er yfirleitt hægt að setjast inn í helgidóminn í ró og næði, kveikja á kerti fyrir framan Kristmyndina, opna bænabók og horfa út í altarisgarðinn.

Viltu kannski frekar fá fyrirbæn? Hér fyrir neðan er hægt að slá inn bænarefni sem sent er sóknarpresti í Guðríðarkirkju. Ekki er nauðsynlegt að slá inn nafn sendanda, en ef þú sendir okkur netfang og nafn, færðu svar.

    Nafn (má sleppa)

    Netfang (má sleppa)

    Fyrirbænarefni

    [recaptcha]