Næsta sunnudag, 13. janúar, verður fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Harmonikkusveit undir stjórn Guðmundar Samúelssonar spilar og fimm ára börn í sókninni eru sérstaklega boðuð til kirkju til að fá bók að gjöf.

Næsta sunnudag, 13. janúar, verður fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Harmonikkusveit undir stjórn Guðmundar Samúelssonar spilar og fimm ára börn í sókninni eru sérstaklega boðuð til kirkju til að fá bók að gjöf.

Í mörgum kirkjum hefur skapast sú hefð að kalla fimm ára börn í sókninni sérstaklega til fjölskyldumessu einu sinni á ári, og færa þeim að gjöf bókina “Kata og Óli fara í kirkju.” Verður það nú gert í fyrsta skipti hér í Grafarholtssókn. Foreldrar allra barna í hverfinu, sem fædd eru árið 2002 og skráð í Þjóðkirkjuna, fá bréf þessa efnis nú í vikunni. Með þessari gjöf vill kirkjan minna börn og foreldra á starf sitt, hvetja til þátttöku í því og styðja við trúaruppeldi barnanna.

Sveit ungra harmonikkuleikara undir stjórn Grafarholtsbúans Guðmundar Samúelssonar mun svo gleðja okkur í messunni með nokkrum lögum.

Prestur í messunni er séra Sigríður Guðmarsdóttir en Hrönn Helgadóttir leikur á flygilinn og Þorgeir Arason leiðir stundina með þeim. Auður Angantýsdóttir gefur öllum nasl eftir stundina. Þó að einn árgangur fái sérstakt messuboð eru vitanlega allir velkomnir sem fyrr, og er vonast eftir að börn og fullorðnir fjölmenni til kirkju á nýju ári.