Ég hef augu mín til fjallanna: „Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ (Sálm.121:1-2)

Mörg þau sem koma til kirkjunnar þarfnast einhverrar hjálpar, en hjálpin sem við leitum er ekki alls staðar sú sama.

  • Þarfnast þú viðtals og uppörvunar vegna ástvinamissis, erfiðleika, hinna stóru spurninga lífsins, áfalla eða veikinda?
  • Langar þig til að bænahópar kirkjunnar og starfsfólk hennar biðji fyrir þér og/eða ástvinum þinum?
  • Þarft þú á fjárhagsaðstoð að halda? Guðríðarkirkja heldur úti líknarsjóði fyrir fólkið í sókninni.
  • Ertu einmana og ert að leita að starfi þar sem þú getur kynnst fólki og dreift huganum?