Æfingar Kirkjukórs Grafarholtssóknar, undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista, eru nú að hefjast aftur eftir jólafrí. Fleiri söngvarar óskast í allar raddir. Æft er á þriðjudagskvöldum.

Æfingar Kirkjukórs Grafarholtssóknar, undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista, eru nú að hefjast aftur eftir jólafrí. Fleiri söngvarar óskast í allar raddir. Æft er á þriðjudagskvöldum.

Kirkjukórinn syngur í messum 2-3 sinnum í mánuði og auk þess á aðventukvöldi og fleiri viðburðum í sókninni. Í kórnum eru nú 12 félagar og er þörf á fleira söngfólki í allar raddir. Engin æfingagjöld eru og greiðir sóknin örlítil þóknun fyrir hverja messu sem sungið er í. Því er um að ræða skemmtilegt, launað félagsstarf í góðum hópi. Þátttaka í kirkjukór getur líka verið góð leið til að byrja að taka þátt í guðsþjónustum og öðru kirkjustarfi.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Hrönn Helgadóttur, organista og kórstjóra, í síma 695-2703, eða senda línu á netfangið: hronn@grafarholt.is. Einnig má einfaldlega prófa að mæta á æfingu og ræða við Hrönn þar.

Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30 og fara fram í salnum, Þórðarsveigi 3. Fyrsta æfingin á nýju ári verður næsta þriðjudag, 15. janúar.

Barnakór kirkjunnar er einnig að hefja æfingar á nýju ári, sjá hér.