Veislusalur

Veislusalur

Safnaðarsalur Guðríðarkirkju er mjög glæsilegur. Hann hentar vel til funda og veisluhalda. Úr salnum er hægt að ganga út í ljósgarðinn Lilju, þar sem er gott skjól, tjörn, gosbrunnur og fallegur gróður. Salurinn er rúmir 100 m2 að stærð en mögulegt er að stækka hann um 53 m2 með því að opna inn í skála kirkjunnar. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í húsinu og skiptiborð fyrir ungbörn á salerni.
Tónleikasalur

Tónleikasalur

Guðríðarkirkja er frábær tónleikasalur og var m.a. hönnuð af sérfræðingum í hljómburði. Gagnrýnendur og upptökustjórar eru sammála um að Guðríðarkirkja sé einn besti tónleikasalur landsins. Kirkjan býður upp á frábæran Estonia flygil og lítið 4ra radda orgel positíf. Guðríðarkirkja tekur 370 í sæti en salnum má skipta niður í þrjár einingar.
Leiga eða lán á kirkjuskipinu

Leiga eða lán á kirkjuskipinu

Samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar er öll notkun á kirkjurýminu er háð samþykki sóknarprestsins og best er að senda honum tölvupóst, þar sem fram koma tímasetningar, til hvers eigi að nota húsnæðið og hver stjórni eða standi fyrir viðburðinum. Sóknarprestur bókar allt það sem fer fram í kirkjunni sjálfri og tilkynnir kirkjuverði, en kirkjuvörðurinn sér um bókanir í safnaðarsal.