Samkvæmt Mannannafnalögum þurfa foreldrar að hafa gefið barni sínu nafn og tilkynnt það sex mánuðum eftir fæðingu barns. Þegar barn er skírt er nafn þess nefnt. Í lögunum segir að tilkynna þurfi presti tveimur vikum fyrir skírn hvert nafnið er. Þetta er gert vegna þess að eiginnöfn þurfa að vera samþykkt af Mannanafnanefnd til þess að prestur megi skíra. Ef nafnið er ekki á Mannanafnaskrá þarf að sækja um það sérstaklega til Mannanafnanefndar. Það er gert á sérstöku eyðublaði sem nálgast máhér. Prenta þarf eyðublaðið út, fylla út og senda til Mannanafnanefndar, Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið mannanafnanefnd@irr.is.