Á þriðjudögum eru krílakórarnir með æfingar í kirkjunni. Kórinn er fyrir börn á aldrinum 1-6 ára í fylgd með foreldri/forráðamanni í kirkjunni okkar! Undirbúningur fyrir kórastarf eða annað tónlistarnám með áherslu á söng, taktskyn og hlustun.

Krílakórar Guðríðarkirkju 🎼
  • 2-4 ára í fylgd með foreldri – Miðvikudögum  kl. 16:30-17:00
  • 4ja-6 ára í fylgd með foreldri – Miðvikudögum kl. 17:10-17:40
  • 6 ára- 7 ára (1.bekkur) – án foreldra- Miðvikudögum kl. 15:10-15:40

Barnakór Guðríðarkirkju syngur tónlist af ýmsum toga, veraldlega og trúarlega, bæði eldri perlur og splunkuný verk.
Börnin hljóta þjálfun í söng, framkomu, hlustun, rytmaskyni og nótnalestri. Kórarnir koma fram í fjölskyldumessum, auk ýmissa skemmtilegra uppákoma yfir vetrartímann.

Kórastarfið er gjaldfrjálst, ekkert þátttökugjald 🙂

Allir eru velkomnir í kórastarfið án tillits til trúfélagsaðildar.

Kórstýra er Alda Dís Arnardóttir.

Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að hafa samband við Öldu Dís – Verið hjartanlega velkomin

Facebook hópur er fyrir krílakóranna og best að heyra í Öldu Dís til að fá upplýsingar um það