Við bjóðum öll söngelsk börn hjartanlega velkomin í Barnakór Guðríðarkirkju! Veturinn 2021 / 2022 æfir Barnakór Guðríðarkirkju í tveimur aldurshópum á miðvikudögum í kirkjunni.
Æfingar haustannar hefjast miðvikudaginn 8. september.

Eldri hópur: 8 ára og eldri
Miðvikudagar klukkan 15:00 – 15:45

Yngri hópur: 6 og 7 ára
Miðvikudagar klukkan 16:00 – 16:30

Skráning í Barnakór Guðríðarkirkju.

Barnakór Guðríðarkirkju syngur tónlist af ýmsum toga, veraldlega og trúarlega, bæði eldri perlur og splunkuný verk.
Börnin hljóta þjálfun í söng, framkomu, hlustun, rytmaskyni og nótnalestri. Kórinn kemur fram í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði, auk ýmissa skemmtilegra uppákoma yfir vetrartímann.

Kórastarfið er gjaldfrjálst og allir eru velkomnir í kórastarfið án tillits til trúfélagsaðildar.

Kórstýra er Gyða Margrét Kristjánsdóttir (Ásbjörg Jónsdóttir er í leyfi fram til áramóta).
Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að senda tölvupóst á barnakorgk(hjá)gmail.com.