Við bjóðum öll söngelsk börn hjartanlega velkomin í Barnakór Guðríðarkirkju! Veturinn 2020 / 2021 æfir Barnakór Guðríðarkirkju í tveimur aldurshópum á miðvikudögum í kirkjunni.
Æfingar haustannar hefjast miðvikudaginn 9. september.

Yngri hópur: 5 og 6 ára
Miðvikudagar klukkan 16:15 – 16:45

Eldri hópur: 7 ára og eldri
Miðvikudagar klukkan 15:15 – 16:00

Skráning í Barnakór Guðríðarkirkju.

Barnakór Guðríðarkirkju syngur tónlist af ýmsum toga, veraldlega og trúarlega, bæði eldri perlur og splunkuný verk.
Börnin hljóta þjálfun í söng, framkomu, hlustun, rytmaskyni og nótnalestri. Kórinn kemur fram í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði, auk ýmissa skemmtilegra uppákoma yfir vetrartímann.

Kórgjald fyrir veturinn er 10.000 kr. og greiðist sem greiðsluseðill í heimabanka foreldris / forráðamanns.
Gjaldið fer í sjóð sem nýttur er til að lífga upp á kórstarfið.
Við tökum þó aftur fram að það eru allir velkomnir í barnakórinn og biðjum ykkur sem ekki sjáið ykkur fært að greiða kórgjaldið að hafa samband við kórstýrur og þá mun kirkjan að sjálfsögðu koma til móts við ykkur.
Allir eru velkomnir í kórastarfið án tillits til trúfélagsaðildar.

Kórstýra er Ásbjörg Jónsdóttir, Hrönn Helgadóttir organisti mun spila með okkur við ýmis tækifæri.
Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að senda mér tölvupóst á barnakorgk(hjá)gmail.com.