Fréttir

Mömmumorgnar og Hamingju-hádegi

By |2009-11-01T20:11:41+00:001. nóvember 2009 | 20:11|

Á miðvikudögum er mikið líf í Guðríðarkirkju. Um kl. 10:00 mæta mömmurnar og eiga skemmtilega stund saman með krílin sín og svo um kl. 12:00 hefst Hamingju-hádegi. Margar mömmur taka einnig þátt í Hamingju-hádeginu og [...]

Allra heilagra messa

By |2017-03-17T21:10:48+00:0030. október 2009 | 14:25|

Sunnudaginn 1. nóvember verður sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjón Árna Þorláks. Björn Tómas leikur á píanó. Um kvöldið verður messa kl. 20:00. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir predikar og Ester Ólafsdóttir er organisti. Altarisganga og fermingarbörn Ingunnarskóla eru [...]

Klukkurnar settar upp

By |2017-03-17T21:10:50+00:0030. október 2009 | 12:40|

Nokkra athygli vakti þegar hópur iðnaðarmanna mætti með öflugar vinnuvélar til að setja upp kirkjuklukkurnar. Nokkur vinna er eftir í turninum og að ganga frá tengingum. Við uppsetninguna fengu klukkurnar að láta í sér heyra [...]

Frábært Hamingju-hádegi með Ragga Bjarna

By |2017-03-17T21:10:54+00:0029. október 2009 | 13:07|

Frábær stemning var á tónleikum Ragga Bjarna í Guðríðarkirkju. Fjöldasöngur, sögur og söngur kættu alla viðstadda og ekki skemmdi þegar söngvarinn fór að skálda texta á staðnum. Helgi Már Hannesson lék undir á píanó. Hamingju-hádegin [...]

Raggi Bjarna í Hamingju-hádegi

By |2017-03-17T21:11:11+00:0025. október 2009 | 11:43|

Miðvikudaginn 28. október verður Ragnar Bjarnason með hádegistónleika í Hamingju-hádegi. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar á eftir. Tónleikarnir hefjast kl. 12:10. Hamingju-hádegi er styrkt af Reykjavíkurborg og er hugsað fyrir alla sem [...]

Messa á Siðbótardegi 25.okt kl. 11:00

By |2009-10-23T10:05:26+01:0023. október 2009 | 10:05|

Messa og sunnudagaskóli verða á sunnudaginn kl. 11:00. Altarisganga. Séra Petrína Mjöll predikar og Árni Þorlákur sér um sunnudagaskóla. Hrönn Helgadóttir og Björn Tómas sjá um tónlist. Allir velkomnir og kaffiveitingar eftir messu.

Hamingju-hádegi og hláturjóga

By |2009-10-20T14:33:31+01:0020. október 2009 | 14:33|

Jæja, þá höldum við áfram með hamingjuna. Á miðvikudaginn kl. 12:10 verður hláturjóga og að sjálfsögðu bjóðum við upp á kaffiveitingar á eftir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Tvær messur sunnudaginn 18. okt.

By |2009-10-16T10:32:31+01:0016. október 2009 | 10:32|

Fjölskyldumessa verður kl. 11:00. Petrína Mjöll , Árni Þorlákur og Björn Tómas sjá um messuna. Síðari messan verður kl. 14:00. Séra Karl V. Matthíasson predikar og einnig verður altarisganga. Fermingarbörn úr HD bekk Ingunnarskóla eru [...]

Hamingju-hádegi vel sótt

By |2009-10-15T10:58:10+01:0015. október 2009 | 10:58|

Mjög góð þátttaka var í hláturjóga á Hamingju-hádegi sl. miðvikudag. Það var samdóma álit allra að þetta væri bráð geðbætandi. Eftir hláturinn var boðið upp á kleinur og kaffi og sumir tóku í spil. Við [...]

Go to Top