Mjög góð þátttaka var í hláturjóga á Hamingju-hádegi sl. miðvikudag. Það var samdóma álit allra að þetta væri bráð geðbætandi. Eftir hláturinn var boðið upp á kleinur og kaffi og sumir tóku í spil. Við hvetjum alla til að nýta sér Hamingju-hádegin hvort sem fólk tekur fullan þátt eða horfir bara á. Hamingjan er mjög smitandi og það eru ekki til bóluefni geng henni.