Á miðvikudögum er mikið líf í Guðríðarkirkju. Um kl. 10:00 mæta mömmurnar og eiga skemmtilega stund saman með krílin sín og svo um kl. 12:00 hefst Hamingju-hádegi. Margar mömmur taka einnig þátt í Hamingju-hádeginu og gera sér glaðan dag hérna í kirkjunni.