Nokkra athygli vakti þegar hópur iðnaðarmanna mætti með öflugar vinnuvélar til að setja upp kirkjuklukkurnar. Nokkur vinna er eftir í turninum og að ganga frá tengingum. Við uppsetninguna fengu klukkurnar að láta í sér heyra og fullyrða elstu menn að fegri klukknahljómur hafi aldrei heyrst.