Jólasamvera í félagsstarfi fullorðinna 18+ í Guðríðarkirkju 18. desember
Það styttist í jólin og andi jólanna svífur yfir félagsstarfinu. Byrjað er á helgistund kl. 13:10, Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona flytur nokkur jólalög og Ómar Ragnarsson les síðan upp úr nýútkominni bók sinni "Sagan öll, Manga [...]
Bingódagur félagsstarfs fullorðinna 4. desember sl.
Fjölsótt var á bingódegi félagsstarfs fullorðinna 18+ 4. desember sl. Í boði voru fallegir og góðir vinningar sem gefnir voru af velunnurum kirkjunnar. Hér má sjá myndir á Flickr síðu kirkjunnar af þessum góða degi.
Guðsþjónusta og barnastarf í Guðríðarkirkju sunnudaginn 15.desember kl: 11.
Guðsþjónusta og barnastarf í Guðríðarkirkju sunnudaginn 15.desember kl: 11. Prestur sr. Sigurður Árni Eyjólfsson, Tónlistarflutningur í umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Barnastarf í umsjá Aldísar R. Gísladóttir og Ruth Rúnarsdóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu.
Guðríðarkirkja
Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.
Brýn erindi
Í neyðartilfellum geta sóknarbörn Grafarholtssóknar haft beint samband við sóknarprest sr. Leif Ragnar í síma 771-4388 eða í sr. Maríu Rut í síma 823-5121