Félagsstarf fullorðinna 18+ miðvikudaginn 6. maí kl. 13:10
Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Samsöngur við undirleik Hrannar Helgadóttur organista. Framhaldssagan "Dalalíf" verður lesin. Síðan verður boðið upp á tónlistarveislu. Tekið verður á móti sól og sumri með Ásbjörgu [...]
Fjölskylduguðsþjónusta í Guðríðarkirkju sunnudaginn 3.maí kl: 11.
Fjölskylduguðsþjónusta í Guðríðarkirkju sunnudaginn 3.maí kl: 11. Prestur sr. Karl V.Matthíasson. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknar verður strax eftir messu kl: 12:15.
Kyrrðarbænastund, fimmtudaginn 30. apríl kl. 17:30
Kæru vinir, minnum ykkur á kyrrðarbænastundina, fimmtudaginn 30. apríl kl. 17:30 - 18:30. Eftir kyrrðarbænina hugleiðum við á orð Ritningarinnar (Lectio Divina). Byrjendur mæti kl. 17:10. Verið hjartanlega velkomin. Kær kveðja, Ingibjörg og Sigurbjörg
Guðríðarkirkja
Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.
Brýn erindi
Í neyðartilfellum geta sóknarbörn Grafarholtssóknar haft beint samband við sóknarprest sr. Leif Ragnar í síma 771-4388 eða í sr. Maríu Rut í síma 823-5121