Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 1.september kl: 11:00.
Fjölskylduguðsþjónusta. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Tónlistarflutningur í umsjá barnakórstjóranna Sigríðar Soffíu og Svanfríðar Gunnarsdóttur. Þær munu kynna starf barnakórsins í vetur. Mömmur, pabbar, afar og ömmur velkomin. Kaffisopi í boði eftir messuna. Kirkjuvörður Lovísa [...]
Guðríðarkirkja óskar eftir söngfólki til starfa með kór kirkjunnar.
Framundan er skemmtilegur tími í kirkjustarfinu, aðventuhátíð, jól og áramót. Þegar vorar kemur páskahátíðin með fallegum söng og hátíðleik. Tónleikar í lok vetrar. Að syngja í kór er mjög gefandi og skemmtilegt félagslíf fylgir kórsöng. [...]
Guðsþjónusta sunnudaginn 18.ágúst kl: 11:00.
Guðsþjónusta. Prestur sr. Karl V.Matthíasson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Stúlka verður skírð og fermd í guðsþjónustunni. Kirkjuvörður Guðný Aradóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna.
Guðríðarkirkja
Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.
Brýn erindi
Í neyðartilfellum geta sóknarbörn Grafarholtssóknar haft beint samband við sóknarprest sr. Leif Ragnar í síma 771-4388 eða í sr. Maríu Rut í síma 823-5121