Kyrrðarbænastundin fellur niður fimmtudaginn 23. apríl
Kæru vinir, kyrrðarbænastundin fellur niður á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl. Sjáumst að viku liðinni. Óskum ykkur öllum gleðilegs sumars með kæru þakklæti fyrir samveruna á liðnum vetri. Kærleiks- og sumarkveðja, Ingibjörg og Sigurbjörg
Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknar verður sunnudaginn 3.maí kl: 12.15.
Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknar verður sunnudaginn 3.maí strax eftir messu kl: 12:15 í Guðríðarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Rétt til setu á fundinum hefur þjóðkirkjufólk með fasta búsetu í Grafarholtssókn. Sóknarnefnd.
Sumardagurinn fyrsti í Grafarholtinu.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi. Hið árlega Sumarhlaup FRAM verður að þessu sinni ræst í Úlfarsárdalnum. Skráning hefst kl. 09:30 í FRAMheimilinu en hlaupið verður ræst kl. 10:00. Tvær vegalengdir verða í boði; [...]
Guðríðarkirkja
Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.
Brýn erindi
Í neyðartilfellum geta sóknarbörn Grafarholtssóknar haft beint samband við sóknarprest sr. Leif Ragnar í síma 771-4388 eða í sr. Maríu Rut í síma 823-5121