Vígslutónleikar sunnudagskvöldið 5. maí kl. 20.00
Hrönn Helgadóttir, organisti Guðríðarkirkju, leikur á nýtt orgel kirkjunnar verk eftir D. Buxtehude, Báru Grímsdóttur, J.S. Bach og Cesar Franck. Allir velkomnir, frítt inn.
Vortónleikar Barna- og unglingakórs Guðríðarkirkju
Miðvikudaginn 1. maí kl. 11:00 mun Barna- og unglingakór Guðríðarkirkju fagna hækkandi sól og bjóða gestum og gangandi á skemmtilega vortónleika. Aðgangur ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!
Fermingarguðsþjónusta sunnudaginn 28.apríl kl: 10:30.
Fermingarguðsþjónusta. Prestur sr. Leifur Ragnar Jónsson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjáparar Guðný Aradóttir og Bryndís Böðvarsdóttir. Kirkjuvordur Lovísa Guðmundsdóttir.
Guðríðarkirkja
Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.
Brýn erindi
Í neyðartilfellum geta sóknarbörn Grafarholtssóknar haft beint samband við sóknarprest sr. Leif Ragnar í síma 771-4388 eða í sr. Maríu Rut í síma 823-5121