Umsögn um Kristínu Snorradóttur Kristín Snorradóttir leiðir kyrrðastundir aðventunnar af djúpri ró og nærveru. Hún er markþjálfi, jógakennari, jógatherapisti og hugleiðslukennari, með yfir 25 ára reynslu sem meðferðaraðili. Í starfi sínu sameinar hún þekkingu á líkama, huga og anda og skapar öruggt og hlýlegt rými þar sem þátttakendur fá tækifæri til að slaka, tengjast sjálfum sér og finna innri frið. Kyrrðastundir Kristínar eru kærkomið hlé frá amstri aðventunnar – augnablik róar, næringar og endurnýjunar.