Kæru vinir,

Við hittumst eins og venjulega í kirkjunni miðvikudaginn 19.nóvember kl. 12:10, þar sem við eigum saman notalega söng-, bæna- og kyrrðarstund. Það er  mikilvægt að staldra við, draga andann djúpt og eiga góða stund í kirkjunni.

Munið að alltaf er hægt að koma með bænarefni.

Að lokinni stund bíður okkur svo dýrindis hádegisverður að hætti Lovísu.

Að þessu sinni fáum við líka ör­tónleika með Maríu og Arnhildi, sem ætla að leiða okkur inn í  ljúfa og góða tónlistarstund.

Verið öll hjartanlega og innilega velkomin.
Við hlökkum til að sjá ykkur.

Hlýjar kveðjur,
Leifur, María Rut og Lovísa