Við hittumst eins og venjulega inn í kirkju kl. 12:10 og eigum þar söng-, bæna-, og kyrrðarstund. Ásgeir Páll Ágústsson ópeusöngvari, útvarpsmaður og allt mulig maður kemur og leiðir okkur í söng og sögum. Við minnum á að ávallt er hægt að koma bænarefnum til okkar. Svo er dýrindis hádegisverður hjá Lovísu og verður ekki í kot vísað frekar en venjulega. Kristín Snorradóttir tekur svo þau sem vilja í jógaæfingar. Alveg stórgóð slökun !
Verið öll hjartanlega og innilega velkomin.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Leifur, María Rut og Lovísa. 