Félagsstarf eldri borgara í Guðríðarkirkju –
Við í Guðríðarkirkju bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í félagsstarfið miðvikudaginn 1.október.
Við hefjum samveruna á stuttri helgistund kl. 12:10, þar sem við syngjum fallega sálma og biðjum saman. Þetta er kyrrlát og falleg byrjun á deginum sem skapar ró
Að helgistund lokinni er boðið upp á dýrindis sviðaveislu sem kostar 2500kr, þar sem allir fá að njóta ljúffengrar máltíðar í góðra vina hópi. Eftir matinn er tími til að spjalla, hlæja og njóta samverunnar í rólegu og hlýlegu andrúmslofti kirkjunnar.
Í lok dagskrár gefst svo kostur á að taka þátt í léttu jóga hjá Kristínu Snorradóttur. Jógað hentar öllum – bæði byrjendum og þeim sem vanir eru. Með mjúkum teygjum, öndunaræfingum og slökun náum við að styðja við líkama og huga og ljúkum deginum í innri ró og vellíðan.
Félagsstarfið í Guðríðarkirkju er opið öllum.
Guðríðarkirkja – þar sem samfélagið skiptir máli.
Sjáumst hress
Arnhildur, Leifur, Lovísa og María