Velkomin í félagsstarf eldri borgara og fullorðinna í Guðríðarkirkju
Við byrjum veturstarfið miðvikudaginn 17. september kl. 12:10 og hlökkum til að sjá ykkur öll.
Við byrjum með söng og stuttri helgistund, ávallt hægt að koma fyrirbæna efnum til prestanna. Eftir það bjóðum við upp á ljúffenga kjötsúpu á aðeins 2.000 kr. og síðan gefst okkur tækifæri til að spjalla og njóta samveru.
Við munum kynna fyrir ykkur vetrardagskránna og allt skemmtilega sem við höfum skipulagt. Sigurbjörg ætlar að vera með stóla jóga, þar getum við teygt okkur og slakað á.
Við vonum að sem flestir komi og njóti góðrar stundar í kirkjunni.
Komdu og vertu með – Allir hjartanlega velkomnir!
Arnhildur, Leifur, Lovísa og María.