Kæru vinir,
við bjóðum ykkur innilega velkomin í notalega jólastundar miðvikudaginn 10. desember kl. 12:10 í Guðríðarkirkju.
Við eigum saman hlýlega söng-, bæna- og kyrrðarstund, þar sem við gefum okkur tíma til að staldra við, draga andann djúpt og njóta friðarins sem jólin færa.
Minnum á að alltaf er hægt að koma með bænarefni til okkar.
Að lokinni stund njótum við dýrindis jólamatar að hætti Lovísu.
Verð fyrir mat og kaffi er 2.500 kr.
Verið hjartanlega velkomin – við hlökkum mikið til að sjá ykkur í jólaskapi.
Hlýjar kveðjur,
Leifur, María Rut og Lovísa