Helgihald í Guðríðarkirkju um jól og áramót 

Í Guðríðarkirkju verður boðið til hátíðlegra stundar um jólin og áramótin, þar sem söngur, bænir og helg tónlist skapa hlýja og friðsæla stemningu í kirkjunni.

Aðfangadagur, 24. desember kl. 18. Aftansöngur þar sem Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur einsöng og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Sr. María Rut Baldursdóttir þjónar og predikar Guðný Elva Aradóttir er kirkjuvörður.

Á jóladag, 25. desember kl. 14, verður hátíðarguðsþjónusta þar sem Kór Guðríðarkirkju leiðir söng safnaðarins ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista. Sr. María Rut Baldursdóttir predikar og þjónar og Guðný Elva Aradóttir gætir kirkjunnar.

Á gamlársdag, 31. desember kl. 17, verður aftansöngur þar sem Svetlana Veshchagina er organisti og Kór Guðríðarkirkju syngur. Sr. Leifur Ragnar Jónsson leiðir helgihaldið og predikar. Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður.

Verið hjartanlega velkomin.

Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt nýtt ár.