Sunnudagur 30. nóvember í Guðríðarkirkju

Fyrsti sunnudagur í aðventu ✨

🌈 Sunnudagaskóli kl. 11:00

Sunnudaginn 30. nóvember kl. 11 verður líf og fjör í sunnudagaskólanum í Guðríðarkirkju.
Söngur, gleði og gaman fyrir börn á öllum aldri — og fullorðna líka!

Við tökum á móti aðventunni með hlýju og samveru, og Hulda Berglind og Laufey taka fagnandi á móti börnum og fjölskyldum.
Verið öll hjartanlega velkomin!


🕯 Aðventuhátíð kl. 17:00

Kl. 17 bjóðum við til hátíðlegrar og notalegrar aðventuhátíðar.

Prestar kirkjunnar leiða stundina og kórar Guðríðarkirkju syngja:

  • Kirkjukórinn, undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur

  • Barnakórarnir, undir stjórn Öldu Dísar Arnardóttur

Auk þess flytja listamenn tónlist og hugleiðingu:

  • 🌟 Ragnheiður Gröndal syngur einsöng

  • 🎻 Matthías Stefánsson leikur á fiðlu

  • 🎺 Júlíus Kristjánsson leikur á básúnu

  • ⚜️ Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytur hugleiðingu

Stundina annast einnig:
Lovísa Guðmundsdóttir, kirkjuvörður
Guðný Elva Aradóttir, meðhjálpari

Að lokinni stund verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. ☕🍪

💜 Verið öll hjartanlega velkomin – megum við eiga fagra og friðsæla aðventu saman.