Við hittumst eins og venjulega í kirkjunni kl. 12:10 og eigum þar söng – og bænastund.  Alltaf er hægt að koma bænarefnum til prestanna.  Fáum svo dýrindis kótilettur hjá Lovísu og þar verður ekki í kot vísað frekar en venjulega !  Við fáum góða gesti, Dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson héraðsprest og saxófónleikara með meiru,  ásamt félaga sínum,  Sigurði Júlíusi Grétarssyni sálfræðingi og gítarleikara.  Þeir ætla að segja sögur og leika lög eftir Gunnar Þórðarson.  Þetta verður gaman.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Leifur, Lovísa, maría Rut og Arnhildur.