Sunnudaginn 2.nóvember kl. 11 í Guðríðarkirkju. Leifur prestur og Hulda úr sunnudagaskólanum leiða stundina .Arnhildur leikur undir skemmtilega tónlist.
Líf og fjör, gleði og glens.
Ljúffeng súpa að hætti Lovísu kirkjuvarðar eftir stundina.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Minning látinna í Guðríðarkirkju sunnudaginn 2. nóvember kl. 17.
Sr. Leifur Ragnar Jónsson leiðir stundina,
Arnhildur Valgarðadóttir organisti og kór Guðríðarkirkju leiðir söng.
Í stundinni verður látinna minnst í bæn og tónlist.
Kirkjugestum gefst tækifæri á að tendra ljós til minningar um látna ástvini.
Verið öll velkomin.
Með kærleikskveðju og bæn um blessun Guðs.
