Kæru vinir.

Þá er komið að hinni árlegu haustferð okkar.  Mætum í kirkjuna og fáum pylsur með öllu kl. 11:45 ! Leggjum svo af stað á Akranes kl. 12.15.  Þar verður tekið á móti okkur í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju og við kynnumst starfinu þar og fólkinu.  Svo ökum við eitthvað um Akranes og Hvalfjörð.  Áætluð heimkoma er í kringum 17:00.  Leiðsögumaður að venju verður Skúli Möller og segir okkur sögur, við verðum ekki svikin frekar en venjulega !

Hlökkum til að sjá ykkur öll kát og hress .

Leifur, Lovísa, María Rut og Arnhildur.