Við hefjum stundina að venju með söng – , helgi-, og bænastund inn í kirkju kl. 12:10. Munið að ávallt er hægt að koma bænarefnum til prestanna. Að því loknu fáum við hádegisverð og kaffi. Síðan flytur Viðar Hafsteinn Eiríksson fyrrum verkefnastjóri hjá Rauðakrossinum, krónískur ljóðabókasafnari og félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni erindi um Stein Steinarr sem hann kallar :
Hinn djúpt þenkjandi, hinn dapri, hinn rómantíski og hinn spaugsami Steinn.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest !
Leifur, María, Lovísa og Arnhildur.