Kæru vinir,
Það er alltaf ánægjulegt að hittast í félagsstarfinu okkar í Guðríðarkirkju, og næsta samvera verður miðvikudaginn 8. október kl. 12:10.
Við hefjum stundina eins og venjulega inni í kirkjunni þar sem við stillum hugann í kyrrð, syngjum saman og biðjum bænir. Þ
Að lokinni helgistund bíður okkar ljúffengur hádegisverður að hætti Lovísu, sem kann svo sannarlega að galdra fram heimilislegt og gómsætt hlaðborð. Verðið er 2.000 krónur.
Eftir matinn fáum við svo góðan gest, Atla Björn Levý frá Betri samgöngum, sem mun segja okkur frá og svara spurningunni:
👉 Hvað er Borgarlína?
Þetta verður fróðleg og áhugaverð kynning og gefst ykkur tækifæri til að spyrja spurninga.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest, spjalla saman og njóta góðrar stundar í samfélagi trúar, vináttu og gleði.
Kær kveðja,
Arnhildur, Leifur, Lovísa og María