Vinir í bata í Guðríðarkirkju verða með 12 spora starf

haustið 2025. Um er að ræða 16 vikna hópastarf og hefst það miðvikudaginn 1. október 2025 kl. 19.30 og lýkur í lok janúar 2026. Fundirnir verða vikulega á miðvikudögum frá kl. 19.30-21.30. Fyrstu tveir fundirnir 1. og 8. október eru opnir og ekki þarf að skrá sig, þeir eru hugsaðir til þess að fólk geti komið og mátað sig við og kynnt sér starfið án skuldbindingar.

Á þriðja fundi þann 15.október verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem þá mæta ætli sér að vera með í starfinu. Hvetjum fólk til að mæta á báða opnu fundina, farið er yfir ólíkt efni á hvorum fundi fyrir sig. Fundartími: Miðvikudagar kl. 19.30-21.30

Verið hjartanlega velkomin.