Í tilefni af Gulum september, mánuði sjálfsvígsforvarna og geðræktar, bjóðum við þér að koma í hlýlega guðsþjónustu í Guðríðarkirkju sunnudaginn 21.september kl. 11. 💛

Í Gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Kristín Sif Björgvinsdóttir flytur hugleiðingu og talar út frá eigin reynslu af málefninu.

María Rut Baldursdóttir þjónar fyrir altari og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti ásamt því að kór Guðríðarkirkju syngur ljúfa og fallega tónlist. Þórunn Stefánsdóttir og Alda Diljá syngja einsöng. Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður og Guðný Elva Aradóttir meðhjálpari.
Við sameinumst í kyrrð, bæn og samhug.

Allir eru velkomnir.