Við ætlum að hefja barnastarfið í Guðríðarkirkju á skemmtilegri hausthátíð sunnudaginn 7.september kl. 11.
Alda Dís Arnardóttir barnakórstjóri og Hulda Berglind Tamara sunnudagaskólakennari munu kynna barnastarfið í kirkjunni.
Leikhópurinn Lotta verður með Söngvasyrpu þar sem
2 ævintýrapersónur koma með skemmtilegt atriði úr ævintýraskógi Lottu, atriðið er brot af því besta í gegnum árin og stútfullt af sprelli, söng og fjöri fyrir allan aldur.
Hoppukastalar verða á svæðinu ásamt því að boðið verður uppá andlitsmálningu og blöðrudýr.
Pylsur og djús fyrir alla.
Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuna og eigum saman skemmtilega fjölskyldustund.
Sjáumst hress 7.september kl.11
Með kærleikskveðju
Sóknarnefnd Guðríðarkirkju, Arnhildur organisti, Lovísa kirkjuvörður, Leifur Ragnar sóknarprestur og María Rut prestur.