Við ætlum að hefja barnastarfið í Guðríðarkirkju á skemmtilegri hausthátíð sunnudaginn 7.september kl. 11.
Alda Dís Arnardóttir barnakórstjóri og Hulda Berglind Tamara sunnudagaskólakennari munu kynna barnastarfið í kirkjunni.
Leikhópurinn Lotta verður með Söngvasyrpu þar sem
2 ævintýrapersónur koma með skemmtilegt atriði úr ævintýraskógi Lottu, atriðið er brot af því besta í gegnum árin og stútfullt af sprelli, söng og fjöri fyrir allan aldur.
2 ævintýrapersónur koma með skemmtilegt atriði úr ævintýraskógi Lottu, atriðið er brot af því besta í gegnum árin og stútfullt af sprelli, söng og fjöri fyrir allan aldur.
Hoppukastalar verða á svæðinu ásamt því að boðið verður uppá andlitsmálningu og blöðrudýr.
Pylsur og djús fyrir alla.
Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuna og eigum saman skemmtilega fjölskyldustund.
Sjáumst hress 7.september kl.11
Með kærleikskveðju
Sóknarnefnd Guðríðarkirkju, Arnhildur organisti, Lovísa kirkjuvörður, Leifur Ragnar sóknarprestur og María Rut prestur.
Sóknarnefnd Guðríðarkirkju, Arnhildur organisti, Lovísa kirkjuvörður, Leifur Ragnar sóknarprestur og María Rut prestur.
