Farið verður miðvikudaginn 21.maí.

Mæting í Guðríðarkirkju kl. 9:00.

Ekið verður til Þingvalla og á Laugarvatn.

Fyrsta stopp er Efstidalur.

Eftir það verður ekið í Hrunamannahrepp.

Borðað verður í hádeginu á Farmers Bistro og greiða þar allir matinn fyrir sig. Skoðum við svepparæktunina sem þar er.

Við förum síðan í heimsókn í Hruna. Séra Óskar prófastur mun taka á móti okkur og eftir það verður ekið niður Skeiðin . Förum í Hveragerðiskirkju og drekkum síðdegishressinguna þar.

Fararstjóri er Skúli Möller.

Skráning í ferðina í síma 577-7770 eða

kirkjuvordur@grafarholt.is

Verið öll hjartanlega velkomin í ferðina.