Heil og sæl kæru vinir !

Eldri borgara samveran verður á sínum stað þann 7. maí. nk. kl. 12:10.  Við byrjum með helgi – og söngstund kl. 12:10 inn í kirkju sem Sigurbjörg Þorgrímsdóttir annast að þessu sinni.  Að því búnu verður framreiddur ljúffengur hádegisverður að hætti Lovísu.  Skúli Möller og Lovísa kynna svo vorferðalagið sem verður 21. maí nk. og Sigurbjörg tekur öll í nokkrar teygjur og æfingar.  Verið öll hjartanlega velkomin !

Leifur, María Rut, Lovísa, Arnhildur og Sigurbjörg.