Fyrsta samvera haustsins verður nk. miðvikudag. 11. september kl. 12:10. Byrjum með helgistund inni í kirkju. Gerum svo nokkrar léttar stólajógaæfingar með Sigurbjörgu Þorgrímsdóttur sem er okkur að góðu kunn. Eftir það snæðum við ljúffenga kjötsúpu a la Lovísa ! Svo verður starf haustsins kynnt og dagskráin framundan.
Verið öll hjartanlega og innilega velkomin
Hlökkum innilega til að hitta ykkur öll eftir sumarhléð.
Leifur Ragnar, María Rut, Lovísa og Arnhildur !