Nýr organisti.
Á dögunum óskaði Hrönn Helgadóttir organisti Guðríðarkirkju eftir ársleyfi frá störfum en hún hefur verið organisti safnaðarins frá 2008. Það leyfi var góðfúslega veitt og og óskar sóknarnefnd, sóknarprestur og annað starfsfólk Guðríðarkirkju Hrönn velfarnaðar í leyfi sínu.
Í kjölfar þessa ákvað sóknarnefnd að auglýsa starfið laust til eins árs.
Fjórar umsóknir bárust frá afar færum einstaklingum og sóknarnefnd og sóknarprestur höfðu úr vöndu að ráða.
Á fundi þann 14. júni sl. var àkveðið að ráða Kára Þormar dómorganista til starfa frá 15. ágúst nk. til jafnlengdar 2023.
Kári er boðinn velkominn til starfa og söfnuðurinn hlakkar til samstarfsins.