Laus tímabundin staða organista


Sóknarnefnd Grafarholtssóknar auglýsir lausa afleysingastöðu organista
í 100% starfi við Guðríðarkirkju, Grafarholtssókn frá 15. ágúst nk til 15.
ágúst 2023. Grafarholtssöfnuður er rúmlega 8100 manna söfnuður og
nær yfir Grafarholt, Reynisvatnsás og Úlfarsárdal.
Í Guðríðarkirkju er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag.
Við kirkjuna munu starfa tveir prestar ásamt kirkjuverði og
sjálfboðaliðum. Starfsaðsaðstaða organista er í kirkjunni og þar er nýtt
og glæsilegt orgel auk flygils. Kór Guðríðarkirkju telur um 20 konur en
auk þess hefur verið starfræktur barnakór við kirkjuna og fyrirhugað að
halda því áfram.
Helstu starfsskyldur organista
Leiða og stýra tónlistarstarfi kirkjunnar.
Leika undir í helgihaldi, athöfnum og kirkjulegu starfi á vegum
kirkjunnar.
Stýra og hafa umsjón með kór kirkjunnar og barnakór, æfa þá og stjórna.
Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styðja við safnaðarstarf í
samstarfi við sóknarprest og starfsfólk kirkjunnar. 

Hæfniskröfur


Óskað er kirkjutónlistarmenntunar frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða öðru
sambærilegu námi.
Reynsla af tónlistarflutningi við helgihald er nauðsynleg.
Góð reynsla af kórstjórn, listfengi, hugmyndaauðgi, vilji og geta til
samstarfs.
Stundvísi og skipulagshæfni er óskað auk sjálfstæðra vinnubragða.
Launkjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi
Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.
Nánari upplýsingar gefa sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknarprestur í
s. 771-4388 og á netfanginu leifur.ra@kirkjan.is, og Níels Árni Lund
formaður sóknarnefndar í s. 893-5052 og á netfanginu lund@simnet.is.

Umsóknum skal skilað á leifur.ra@kirkjan.is