Kæra safnaðarfólk í Grafarholtssókn og aðrir íbúar.

Starfsfólk og sóknarnefnd Guðríðarkirkju sendir sínar bestu nýársóskir með þökkum fyrir líðandi ár.  Við þökkum sérstaklega fyrir góðar undirtektir við bón um framlög í líknarsjóð kirkjunnar.  Það kom sér sannarlega vel og skilaði sér til þeirra sem hallari fótum standa í sókninni.  Guð gefi okkur öllum farsæld, frið og gleði á nýju ári.  Sjáumst vonandi sem fyrst á nýju ári.

Guð blessi okkur öll.