Vorferðalag

Farið verður frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 26.maí kl: 09:00. Farið verður í Stykkishólm og við munum síðan snæða hádegisverð á Fosshótel kostar kr. 3900.- maturinn sem hver og einn greiðir sig, síðan mun Sturla Böðvarsson segja okkur sögu Stykkishólms. Farið verður í Bjarnarhöfn og skoðað safnið og kirkjuna þar. Á heimleið stoppum við í Borgarnesi og fáum okkur kaffi í boði kirkjunar. Við verðum með farastjóra í ferðinni hann heitir Skúli Möller. Ferðinn kostar kr. 4000 á mann (innifalið er rúta, inn á safnið í Bjarneyjarhöfn og kaffið í Borgarnesi. Þið getið skráð ykkur hjá Lovísu í síma 6637143.

Hlökkum til að sjá ykkur.

sr. Leifur, sr. Pétur og Lovísa.