Kirkjan um bænadaga og páska.

Helgihald verður með talsvert breyttu sniði þessa bænadaga og páska en verið hefur. Öllum er augljós orsökin fyrir því. Ekki verður neitt skipulagt helgihald að öðru leyti en því að á föstudaginn langa mun Sigurður Skúlason leikari lesa passíusálmana í heild sinni. Hrönn Helgadóttir organisti mun leika á orgelið á milli. Lestrinum og tónlistinni verður streymt á facebook síðu kirkjunnar og hefst kl. 13:00. Kirkjan verður opin til kyrrðarstunda og fyrirbæna kl. 18 – 20 á skírdagskvöld, kl. 10 – 12 á föstudaginn langa og kl. 8 – 10 á páskadagsmorgun. Hægt er að koma og kveikja á bænakertum, fá fyrirbæn eða sitja í kyrrð. Prestur verður á staðnum. Einnig er hægt að fá viðtöl hjá prestum kirkjunnar eða senda tölvupósta.
Sr. Leifur Ragnar Jónsson settur sóknarprestur s. 7714388 og netfang leifur.ra@kirkjan.is
Sr. Pétur Ragnhildarson æskulýðsprestur s. 8662574 og netfang petur.ragnhildarson@kirkjan.is.
Við óskum ykkur öllum gleðilegr páska og guðs blessunar í lífi og starfi.
Starfsfólk Guðríðarkirkju.