Vegna samkomubanns,  sem heilbrigðis- og almannavarnaryfirvöld í landinu hafa sett á frá og með miðnætti nk. sunnudag, sem og tilmæla Biskups Íslands,  er öllu helgihaldi frá og með nk. sunnudegi 15. mars aflýst og út þann tíma sem samkomubannið tekur til eða til 17. apríl.  Varðandi athafnir, s.s. hjónavígslur, skírnir og útfarir,  og aðra þjónustu kirkjunnar,  gilda almenn skilyrði samkomubannsins um fjölda og fjarlægð milli fólks.  Foreldrum og forráðafólki fermingarbarna hefur verið gerð grein fyrir stöðunni. Við bendum á að prestar og starfsfólk kirkjunnar er ávallt tilbúið til samtals og sálgæslu.  Viðtalstímar presta halda sér óbreyttir.  Meðfylgjandi er fréttatilkynning Biskups Íslands er lýtur að þessu.  Með bestu blessunaróskum.

Fh. starfsfólks Guðríðarkirkju

Sr. Leifur Ragnar Jónsson

https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/03/13/Frettatilkynning-vegna-COVID-19-veirunnar/