Venjubundin guðsþjónusta og sunnudagaskóli nk. sunnudag 1. marz. nk. fellur niður.

Ástæðan er sérlega ánægjuleg !

Pétur Ragnhildarsson sem hefur haft umsjón með sunnudagaskóla, TTT – starfi og unglingastarfi í Guðríðarkirkju og og auk þess tekið þátt í fermingarfræðslu kirkjunnar og ennfremur æskulýðsfulltrúi Fella og Hólakirkju,  til margra ára verður vígður til prests nk. sunnudag 1. mars kl. 11 í Dómkirkjunni.  Af því tilefni verður ekki guðsþjónusta eða sunnudagaskóli um morguninn en fólk er hvatt til þess að sækja vígsluathöfnina.  Sóknarprestur Guðríðarkirkju Sr. Karl V. Matthíasson verður einn vígsluvotta við vígsluna.

Pétur útskrifaðist með embættispróf í guðfræði árið 2019 og hefur starfað lengi í barna- og unglingastarfi sem æskulýðsfulltrúi, yfirmaður í frístund Barnaskólans í Reykjavík, forstöðumaður í sumarbúðum og fleira. Hann mun starfa sem æskulýðsprestur í Fella- og Hólakirkju og Guðríðarkirkju og leiða allt æskulýðsstarf í þeim söfnuðum.

Fyrsta guðsþjónusta Péturs sem prestur verður um kvöldið 1. mars klukkan 20:00. Þá verður æskulýðsguðþjónusta Fella- og Hólakirkju í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar.  Þann 8. mars verður fjölskyldumessa í Guðríðarkirkju.

 

Vígslan í Dómkirkjunni er opin öllum og öll velkomin.

Bestu kveðjur.

Starfsfólk og sóknarnefnd Guðríðarkirkju.