Við bjóðum öll söngelsk börn hjartanlega velkomin í Barnakór Guðríðarkirkju!
Veturinn 2019 / 2020 æfir Barnakór Guðríðarkirkju í tveimur aldurshópum á föstudögum í kirkjunni.
Æfingar hefjast næstkomandi föstudag, þann 6. september.

Barnakór Guðríðarkirkju syngur tónlist af ýmsum toga, veraldlega og trúarlega, bæði eldri perlur og splunkuný verk. Kórbörnin hljóta þjálfun í söng, framkomu, hlustun, rytmaskyni og nótnalestri. Kórinn kemur fram í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði, auk ýmissa skemmtilegra uppákoma yfir vetrartímann.

Nánari upplýsingar um Barnakórinn og skráningu má finna hér.