Guðsþjónusta í tilefni dags eldri borgara sem haldinn er á Uppstigningardag ár hvert verður kl. 11:00 í Guðríðarkirkju.

Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari en ræðumaður dagsins er Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra. Vorboðinn, kór eldri borgara, syngur í guðsþjónustunni og Hrönn Helgadóttir leikur undir. KAffiveitingar að guðsþjónustu lokinni og þar munu Davíð Ólafsson og STefán Stefánsson syngja og fara með gamanmál. Verið öll hjartanlega velkomin !