Um jól og áramót verður þakklæti óvirkra alkóhólista og aðstandenda þeirra enn meira en venjulega. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. Þið vitið hvað við er átt. Árbæjar-Grafarvogs-og Guðríðarkirkja efna til þakkar-gleði og vonar messu sem við köllum vængjamessu þann 28. des. kl 20:00 í Guðríðarkirkju. Þar munum við fá að heyra í óvirkum alka og aðstandanda, karl og kona. Grétar Örvars spilar á flygilinn og góður söngvari kemur. Sigurður Grétar prestur í Grafarvogskirkju leiðir bæn, sr. Petrína í Árbæjarkirkju verður með örhugvekju og ég leiði. Þetta verður mjög ánægjuleg og gefandi stund sem þú ert velkomin(n) að sækja. Mikið hlakka ég til að sjá þig í þeim fallega helgidómi sem Guðríðarkirkja er. Veitingar og vinarspjall í safnaðarsalnum að messu lokinni. Takið með ykkur gesti