Október

Komið þið sæl,  kæru foreldrar fermingarbarna ársins 2017.

 

Jæja, þá fer starfið okkar í vetur að byrja.   Gaman að segja: „Við hlökkum til.“  Fermingarstarfið er eitt af því ánægjulegasta í störfum kirkjunnar.

 

Á sunnudaginn kemur,  þann 4. September verður fjölskyldumessa í kirkjunni, kl. 11 –  Og mikið væri gott að sem allra flest fermingarbörn kæmu með foreldrum sínum. Minnið þau á að koma með messubækurnar.

Eftir messuna verðum við með smá fund til að gera grein fyrir starfinu í vetur, hvenær tímarnir verða og hvað við ætlum að leggja upp með.  Um leið fáið þið að sjá okkur, sem munum halda utan um fermingarfræðsluna og umsjón þess.

En við erim þrjú sem kennum þ.e.  Karl, Skírnir og Kristín auk þess sem Lovísa kirkjuvörður hjálpar til og tekur oft á móti þeim og ýmislegt annað.

Við ætlum að hafa kaffi og meðlæti eftri messuna („Pálínukaffi)“ og biðjum við ykkur að koma með eitthvað lítilræði með ykkur sem Lovísa tekur á móti og svo snæðum við á eftir.

Sóknarpresturinn  ætlar t.d. að koma með pönnsur og sr. Skírnir ætlar að koma með snúða.    Lovísa verður með kaffi og djús.  J

Búið er að stofna fb síðu:  Fermingarhópur 2016 – 2017 í Guðríðarkirkju.   Endilega sækið um aðgang að síðunni, sem Lovísa heldur utan um.

Þá minnum við á heimasíðu kirkjunnar:  gudridarkirkja.is.    Sagt verður frá ferðinni í Vatnaskóg eftir messuna.

 

Sjáumst á sunnudaginn og við hlökkum til að sjá ykkur.

 

Með bestu kveðjurm á þessum fallega síðsumarsdegi.

 

Karl, Skírnir, Kristín og Lovísa